Fela óhreina tauið

Punktar

Glæpahyskið, sem stjórnar nýja Kaupþingi, heimtar lögbann gegn birtingu frekari frétta af Stóra Bankaráninu 25. sepætember. Áður heimtaði hyskið brottfall efnisins af WikeLeaks. Árangurslaust, því að WikiLeaks gerði bara grín að Finni Sveinbjörnssyni bankastjóra, sem orðinn er höfuðpaur hins nýja hneykslis. “Við munum ekki aðstoða leifar Kaupþings eða viðskiptavini þess við að fela óhreint tau þeirra fyrir alþjóðasamfélaginu,” segir í svari WikiLeaks. Framtak nýja Kaupþings vekur nokkru meiri athygli en upprunalega fréttin. Enda sýnir lögbannið hroka brennuvarganna, sem stjórna brunaliðinu.