Stormurinn í vatnsglasinu vegna meintrar vanhæfni Evu Joly er fyrirboði þess, sem verður í lagakrókabransanum. Til að verja bankastjórnendur og útrásarvíkinga munu rísa fjölmennar sveitir lögmanna. Þær teygja mál og toga og tefja, svo að dómar verði ekki felldir. Svo að glæpamenn verði ekki sakfelldir. Lögmenn munu reyna að fá nýjar og nýjar hringferðir um málin á tæknilegum forsendum. Upp og niður í Hæstarétt og úr Hæstarétti. Við höfum séð það allt áður í Baugsmálunum. Það sjónarspil var þó bara forleikur að stærra leikriti komandi málaferla. Feitir tímar eru framundan hjá lögmönnum.