Fjármálaeftirlitið er farið að sýna feimnislegt frumkvæði. Það hefur látið berast til skilanefnda gömlu bankanna, að innan þeirra séu óæskileg andlit. Þar þykist brennuvargar úr hruninu vera að stunda björgunarstörf. Eftirlitið segir brennuvörgunum ekki að hunzkast burt. Það bendir bara skilanefndunum á, að brennuvargar séu óæskilegir í ljósi gagnrýni fjölmiðla og bloggara. Fjármálaeftirlitið veltir fyrir sér ímyndinni, ekki innihaldinu og fer ótrúlega kurteist í sakirnar. Það er kannski betra en algert sinnuleysi Jónasar Fr. Jónssonar. Bendir samt ekki til, að eftirlitið skilji málið.