Feigðin blasir við

Punktar

Tveir flokkar í þriggja flokka ríkisstjórn eru komnir með svo lítið fylgi, að það mælist varla. Viðreisn og Björt framtíð næðu ekki inn neinum manni, ef kosið  yrði núna. Slatti af fylgi þeirra er kominn alla leið inn í Sjálfstæðisflokkinn, enda betra að búa á höfuðbólinu en í verbúðum þess. Ríkisstjórnin er auðvitað kolfallin og ætti að skila lyklunum að stjórnarráðinu. Vinstri græn, Píratar og Samfylkingin eru komin með meirihluta í samfélaginu, en Sjálfstæðis og Framsókn í minnihluta. Allt getur þetta breytzt á löngum tíma, en annað eins hrun höfum við aldrei séð áður á neinni ríkisstjórn á örfáum mánuðum. Feigðin blasir við.