Fávitar á ferli

Punktar

Stjórnendur sjávarútvegsfyrirtækja og lífeyrissjóða eru yfirlýstir fávitar. Þeir létu taka sig í nefið í bönkunum, töpuðu hundruðum milljarða í fávísu gengisbraski. Gráta það opinberlega. Við vissum um sjávarútveginn. Halldór Laxness sagði okkur hann rekinn af grínistum á kostnað ríkisins. Margir hafa hins vegar ekki fattað, að lífeyrissjóðum landsmanna er almennt stjórnað af fávitum. Framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs verzlunarmanna er svo fávís, að hann sagði nýlega í blaðagrein, að hann mundi endurtaka vitleysuna. Breyta verður aðferðum við skipan stjórna lífeyrissjóða í átt til lýðræðis og ábyrgðar.