Þótt kannanir sýni dapurt fylgi fjórflokksins, eru fréttirnar sízt betri hjá öðrum flokkum. Samkvæmt Fréttablaðinu hefur Hreyfingin 3% fylgi og aðrir smáflokkar samanlagt 5% fylgi. Gerum ráð fyrir, að Besti flokkurinn hafi bróðurpartinn af því eða 4%. Samtals hafa þessir tveir flokkar þá 7% fylgi. Það er lítið í samanburði við 61% fylgi fjórflokksins. Allar þessar tölur eru samkvæmt síðustu könnun Fréttablaðsins. Þar með eru 31% þjóðarinnar ekki sátt við núverandi flokka og eru að bíða eftir öðrum kosti. Því er pláss fyrir heiðarlegan miðflokk, sem sækir frambjóðendur til valinkunns fólks.