Fátækur auður nútímans

Punktar

Þegar Bretar voru fátæk þjóð í lok síðari heimsstyrjaldarinnar, settu þeir upp velferðarkerfi að norrænni fyrirmynd. Þeir höfðu efni á því þá. Löngu seinna voru Bretar orðnir ríkir og fengu þá flugu í höfuðið. Þeir hafa ekki enn losnað við þá flugu. Þetta var hagfræðin frá háskólanum í Chicago, sem einnig er nefnd við samkomulag í Washington. Þessi frjálshyggja predikaði markaðsvæðingu heimsins. Hún rústaði Rússland gersamlega og fór illa með Bretland. Háðulegt er, að ríkt Bretland telur sig ekki geta rekið velferð fátækra eftirstríðsára. Skólar og spítalar Breta eru orðnir skelfilegir.