Nærri tveir þriðju hlutar þjóðarinnar fóru til útlanda í fyrra. Ég hef áður bent á, að það bendi til meiri velmegunar en fátæktar. Í athugasemdum var haldið fram, að fólk gæti verið fátækt, þótt það færi til útlanda. Ferðir væru mannréttindi. Mér finnst þetta benda til, að sumir hafi brenglaðar hugmyndir um, hvað sé fátækt og hver séu mannréttindi. Ég tel fráleitt, að utanfarar séu svo illa haldnir, að til vandræða megi telja. Fátæklingar spara sér auðvitað utanferðir til að eiga til hnífs og skeiðar. Meirihluti þjóðarinnar lifir góðu lífi. Fátækt er mikill vandi, en samt fárra vandi.