Heldur voru friðunarsvæði mengunarráðherrans þunn í roðinu eins og þau voru kynnt í fjölmiðlum. Engin umdeild svæði voru innifalin og engin svæði, sem Landsvirkjun gæti hugsanlega ímyndað sér að girnast. Daufleg friðunaráætlun ríkisstjórnarinnar er í sama stíl og fyrri misgerðir hennar á þessu sviði. Hún verður seint kölluð náttúruvæn.