Fátækir rísa upp

Punktar

Hávaðinn fyrir utan fundi hnattvæðingarstofnana er nú að komast inn á fundina sjálfa. Á landbúnaðarfundi Heimsviðskiptastofnunarinnar í Cancun í Mexikó hafa mörg þróunarríki tekið saman höndum um að ráðast harkalega á verndarstefnu Evrópusambandsins og Bandaríkjanna í landbúnaði, sem kemur í veg fyrir, að þróunarlöndin fái sannvirði fyrir afurðir sínar. Heljartök ríku þjóðanna á heimsviðskiptum eru rétt að byrja að linast. Frá þessu segir í BBC.