Nokkrir sænskhyggjumenn vilja, að samfélagið láti öllum líða vel og líða eins. Samt er ekki hlutverk samfélagsins að vera stóra mamma. Á að geta verið vettvangur misjafns rökstuðnings. Gefa kost á, að fast sé að orði kveðið, ef tilefni er til. Svo sem í rökum fyrir því, að bankarnir séu að fara á hausinn. Brýnt er, að menn bendi á sannleikann, þegar fjárhag fólks er stefnt í tvísýnu. Þótt það geri suma kvíðna. Fólk á að fá að verða kvíðið. Gangur lífsins er kvíði og harmur. Samfélagið er ekki sænskfasisti, sem talar í hálfkveðnum vísum, svo að börn og gamalmenni fái ekki kvíða.