Ég hafði áratugum saman atvinnu af því að treysta ekki orðum viðmælenda. Vandist snemma á að trúa engu, enda reyndist það farsælast í starfi. Varð því ekkert hissa í upphafi þessa árs, þegar þjóðin tók upp á að treysta ekki orðum landsfeðra. Mér fannst það seint í rassinn gripið, en betra er þó seint en aldrei. Nú er staðan þannig, að gamla traustið er alveg horfið. Friðrik Sophusson segir Landsvirkjun eiga nægar lánalínur til frambúðar. Þá flissar fólk bara og segir: Alveg sama og bankarnir sögðu daginn fyrir hrunið. Áratugi tekur að vinna fyrir trausti að nýju. Ef það verður reynt.