Farið hefur fé betra

Punktar

Geggjun stjórnar Bankasýslunnar felst í að trúa á blöðru-hagfræðina, sem kom Íslandi á hausinn. Ætlaði að stýra bönkunum á sömu braut og fyrir hrun, til dæmis með ofurlaunum ábyrgðarlausra bankastjóra. Dauðasök hennar fólst svo í að ofmeta mann, sem aldrei hefur unnið annað handtak en á vegum Framsóknar. Svo firrt er stjórnin, að hún bakkar ekki út úr ruglinu, heldur kennir illu umtali um andlát sitt. Páll hyggst svo sitja áfram í trú á spakmælið um, að framsóknarmenn eigi ekki að líða fyrir að vera framsóknarmenn. Hann verður að lokum borinn út veinandi og sparkandi, haldandi dauðahaldi í dyrakarminn.