Farið burt og hverfið

Punktar

Andófsfólk færist í aukana, sprautar meiri málningu á bíla og hús siðlausra banka- og auðmanna. Gagnrýni bloggsins og annarra álitsgjafa er vægast sagt mild. Menn veigra sér við að fordæma verknaðinn. Að baki málningarinnar er ótti við, að höfundar hrunsins sleppi undan hrammi laganna. Meðan Danir og Bandaríkjamenn setja sína bankadólga strax í fangelsi, skríða íslenzku málin með hraða snigilsins. Bankastjórar, víkingar og bankaráðsmenn rífa kjaft. Rauða málningin er tæki fólks, sem hefur ekki lengur trú á lögum og rétti. “Farið burt og komið ekki aftur” eru rauðsprautumenn að segja, “get lost”.