Farðu burt Bjarni

Punktar

Bjarni Benediktsson hefur í rúman áratug verið í braski um vanhelg sambönd sín í bönkunum. Ætlaði sér að græða á húsum í Macao, sem síðan reyndust vera í Miami. Á öllum stigum sagði hann rangt frá málavöxtum. Hann var í öllu því gráa, sem erlendis telst siðblinda, sem hæfi ekki pólitíkusi. Hann gekk um bankana, færði til peninga, flutti yfir í gjaldeyri og allt annað, sem venjulegir kúnnar gátu ekki. Á mörgum sviðum var hann siðvilltari en Sigmundur Davíð, sem lýgur fremur skýjaborgum um að gefa kjósendum fé. Farðu burt Bjarni, þú átt ekkert erindi hér lengur í þessu landi. Og mundu eftir að taka Sigmund Davíð með þér um borð.