Halldór J. Kristjánsson bankastjóri hyggst flýja land. Segist hafa fengið vinnutilboð erlendis. Það er fínt, hann er annar bankastjórinn, sem telur sér vegi færa erlendis. Ingimundur Friðriksson seðlabankastjóri var áður farinn til Noregs. Halldór er einn af höfundum hrunsins. Hann notaði hin fleygu orð: “Hver er sinnar gæfu smiður”. Síðan hrundi Landsbankinn og Halldór varð atvinnulaus. Vonandi vegnar honum vel í útlöndum og vonandi kemur hann ekki aftur til landsins. Nema til að svara til saka fyrir aðild sína að fáránlegum rekstri Landsbankans, samanber IceSave. Far vel Halldór.