Sidney Blumenthal segir í Guardian, að þrjár konur einangri George W. Bush frá umhverfinu, haldi honum í blöðru vanþekkingar á stöðu mála. Þær séu Condoleezza Rice utanríkisráðherra, Karen Hughes almannatengill hans og Harriet Miers, lögmaður hans. Hann segir Rice ganga harðast fram, haldi frá honum öllum neikvæðum fréttum og segi honum að hunza gagnrýni. Ennfremur segi hún honum, að hann sé einn af mestu mönnum mannkynssögunnar. Samkvæmt þessu er Bush fangi í búri, sem hann hefur búið til. Konurnar þrjár spinna honum stríð, þótt engin áætlun sé til um árangur þess, segir Blumenthal.