Hilary Clinton er merkisberi hinna nýju frambjóðenda, sem eru repúblikanar að öllu leyti nema að nafninu til. Hún veður í peningum frá fyrirtækjum og auðmönnum, sem vilja sveigja stefnu hennar til hægri. Þeim hefur tekizt það. Hún hefur lengst af verið mjög mild í andstöðu við stríðið gegn Írak. Hún vill ekki loka götum fyrir auðmenn í skattakerfinu. Meðal ráðgjafa hennar eru hatursmenn verkalýðsfélaga og beinir stuðningsmenn auðhyggju. Hún mun ekki einu sinni geta lagað sjúkratryggingar barna, ef hún verður forseti. Gjafmildir auðmenn ráða stefnu hennar. Hún endar með þeim í golfi.