Falsspámaður í Seðlabanka

Punktar

Sumir virðast gera ráð fyrir, að Már Guðmundsson hagfræðingur verði ráðinn seðlabankastjóri. Mér finnst það skrítið. Hann var aðalhagfræðingur bankans til miðs árs 2004. Sem slíkur var hann einn höfunda peningamálastefnunnar, sem varð gjaldþrota í fyrrahaust. Hún velti þá samfélaginu á hvolf. Ég skil ekki, hvaða skilaboð ríkisstjórnin væri að senda, ef slíkur yrði ráðinn. Nær er að ráða umsækjanda, sem var andvígur peningamálastefnunni og varaði við henni. Varla hyggst ríkisstjórnin segja þjóðinni, að hér eftir verði allt eins og áður var í Seðló. Væri verra en að ráða strák úr Samfylkingunni.