Falsmyndir magna stríð

Punktar

Sérgrein utanríkisstefnu Bandaríkjanna er að birta falsaðar myndir. Árið 2003 sýndi Colin Powell öryggisráði Sameinuðu þjóðanna falsaðar myndir af kjarnorkuvopnum í Írak. Sem ekki voru til. Síðan hafa Bandaríkin sýnt falsaðar myndir af slíkum vopnum í Íran. Nú síðast sýna þau falsaðar myndir af kjarnorkuvopnum í Sýrlandi. Bloggarar hafa tætt þessar myndir sundur og saman, sýnt fram á að þær eru tilbúningur úr Photoshop. Í öllum tilvikum er það leyniþjónustan CIA, sem falsar myndirnir. Ævinlega í þeim tilgangi að leiða rök að áhuga stjórnvalda á að ráðast inn í fleiri miðausturlönd.