Falskt gengi frestar bata

Punktar

Gengið er 160 krónur á evruna í bönkum landsins, en 290 krónur á evruna í Seðlabanka Evrópu. Finnst ykkur það í lagi? Munurinn er 130 krónur. Ef menn einblína á verndað gengi í haftakerfi bankanna, geta menn lent í miklum vanda síðar. Erlendis er ekki til traust fyrir þessu 160 krónu gengi. Þar hafa menn trú á allt öðru og verra gengi. Þar er gengið ekki heldur verndað, heldur ræðzt af kaupum og sölum. Stjórnvöld hér reyna að mýkja lendingu krónunnar, en eru um leið fjarri veruleikanum. Gjaldeyrisskipti munu leka framhjá íslenzku bönkunum og fara á svarta markaðinn. Frestar öllum bata.