Falsanir forsetans

Punktar

Við þurfum siðareglur fyrir forseta Íslands, þótt Ólafur Ragnar Grímsson hafni þeim. Meðal annars svo að næsti forseti geti ekki falið hegðun sína með fölsuðu bókhaldi. Eins og Ólafur Ragnar gerir. Ferðabókhald hans er ógegnsætt. Minnist ekki á níu ferðir, sem hann fór 2006-2007 með einkaþotum útrásarbófanna. Nefnir ekki heldur, að forsetinn veitti Baugi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar útflutningsverðlaun forsetans árið 2008. Þótt Baugur flytti aldrei neitt út, nema kannski fjármagn til Tortola. Siðareglur forseta verða í framtíðinni mikilvæg bremsa á botnlaust siðleysi að hætti Ólafs Ragnars.