Fallið fyrir flagara

Punktar

Ég sá gegnum Barack Obama áður en hann varð forseti. Sagði ykkur, að hann væri innantómur froðusnakkur, talaði eins og þjóðkirkjuprestur í líkræðu. Munurinn á honum og George Bush sé einkum sá, að Bush sé málhaltur, en froðan velli viðstöðulaust úr Obama. Ég talaði auðvitað fyrir daufum eyrum, svo hrifnir voru menn af Obama, nánast helteknir. Töldu allt mundu breytast með honum. Heimurinn hefði fengið nýjan Kennedy. Það var bull, fólk fellur alltaf fyrir flögurum. Nú er séð, að Obama rekur svipaða loftslags-stefnu dauðans og Bush. Reynir að hindra samning um næsta skref eftir Kyoto.