Fáir þjóðrembdir

Punktar

Efast um, að Íslendingar séu þjóðrembdari en aðrir. Allir Norðmenn, sem ég þekki, halda þjóðardaginn mjög hátíðlegan og gera mikið með fánann sinn. Bandaríkin eru svo sér á parti í þjóðrembu, hafa hann við skrifborð sitt, klæðast honum jafnvel. Þjóðrembingar eru að vísu fyrirferðarmiklir á íslenzkri fésbók. En mér sýnist mál þeirra snúast meira um lóð undir mosku í Sogamýri fremur er um lóð yfirleitt. Lítið er um, að pólitíkusar vefji um sig fánanum. Man helzt eftir Árna Johnsen og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Enn hefur enginn náð árangri með sérhæfðan flokk þjóðrembu. Rembusagnfræði Jónasar frá Hriflu er steindauð bók í íslenzkum nútíma.