Fagstjórn eða þjóðstjórn

Punktar

Mér lízt betur á fagstjórn en þjóðstjórn fram að kosningum. Stjórn allra eða flestra flokka án mikils fyrirvara verður aldrei samstæð stjórn. Þar otaði hver sínum tota og lítil orka færi í raunverulegar aðgerðir. Fagstjórn utan þingflokkanna hefur betra svigrúm til að hreinsa til. Hún gefur flokkunum færi á að sleikja sárin og leiðrétta kúrsinn. Fagstjórn væri skipuð fólki, sem ekki tengist flokkunum og hefur látið ljós sitt skína um pólitík síðustu mánuði. Fagstjórn var hér á landi 1942-1944 og fékkst við margs konar erfið mál með sóma. Núna erum við bara að tala um fjögurra mánaða fagstjórn.