Fagnar ritskoðun Alþingis

Punktar

Jónas Haraldsson er skemmtilegur penni, var lengi fréttastjóri DV. Nú kallar hann sig Smáfuglana á skoðanavefnum AMX. Fagnar þar, að Alþingi skuli ekki lengur kaupa DV. Það er vegna ágreinings blaðsins og skrifstofustjóra Alþingis um leynd, sem hvílir á hagsmunafé alþingismanna. “Bjarta hliðin á þessu máli er auðvitað sú, að nú les enginn DV lengur í þinghúsinu,” skrifar Jónas. Það er af sem áður var, fyrrum fréttastjóri farinn að fagna árangri ritskoðunar. Þannig fer heimsins dýrð. Í gamla daga hefði nafni minn látið skrifa rannsóknarfrétt um skiptingu gróðans hjá einstökum þingmönnum.