Fáfróðir fjölmiðlafræðingar

Fjölmiðlun

Blaðamennsku á að kenna þannig, að hún gagnist blaðamönnum á vinnustað, um leið og hún gagnist vinnustöðunum. Þannig er hún kennd í Bandaríkjunum, af kennurum, sem þekktari eru sem blaðamenn og ritstjórar en sem kennarar. Hún er þar ekki kennd sem fjölmiðlafræði, grein af meiði félagsvísinda. Hér er ekki kennd blaðamennska, heldur fjölmiðlafræði. Flestir kennararnir hafa enga reynslu í faginu og aðrir hafa vonda reynslu. Nám í fjölmiðlafræði kemur verðandi blaðamönnum að engu gagni. Þekkt er í bransanum, að umpóla þarf slíku fólki í upphafi starfs, svo að það standi jafnfætis sjómönnum.