Fáfróði landstjórinn

Punktar

Landsstjóri Alþjóða gjaldeyrissjóðsins yfir Íslandi segir ekki hægt að lækka stýrivexti fyrr en krónugengið hækkar. Hann trúir, að vextir frá 15-20% sogi til sín peninga. 15% vextir kalli á minna fjármagn en 20% vextir geri. Hann telur bilið 15-20% virka á sama hátt og stýrivextir á bilinu 1-5%. Þetta er líklega kennt í áratuga úreltri hagfræði bankans, sem kennd er við skóla í Chicago og samkomulag í Washington. Sú hagfræði er öll dauð, kreppan drap hana. Fjármagn er hrætt núna, hreyfir sig ekki eftir breytingum á vöxtum. Fjármagn er hrætt við háa vexti. 5-20% vextir lifa í gagnslausu tómarúmi.