Færumst nær nýju hruni

Punktar

Ills er viti, að frjálshyggjugaurar Heritage Foundation hafa fjölgað stigum Íslands í samkeppni um eftirlitsleysi. Draumur stofnunarinnar er taumlaust svigrúm banka og fjárglæfra. Í stigum hefur Ísland færst nær nýju hruni, þótt Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki við völd. Þetta stafar af, að stjórninni hefur láðst að siðvæða bankana. Þar stjórna sams konar bófar og fyrir hrun. Fjármálum þjóðarinnar er enn meira eða minna stjórnað af græðgisgengi. Sem finnst bankastjórar mega fríka út á kostnað almennings. Draumur sérhverrar ríkisstjórnar á að vera að síga niður gæðalistann hjá Heritage Foundation.