Færeyska auðlindarentan

Punktar

Uppboð á fiskikvóta gefast vel í Færeyjum. Þar er boðinn upp kvóti á kolmunna, mak­ríl, síld og Barents-þorski. Niðurstaðan er stóraukin auðlindarenta ríkisins fyrir hönd skattgreiðenda og almennings. Hér aukast kröfur um hliðstæða rentu. Píratar hafa nákvæma útfærslu á rentunni á stefnuskránni. Hefur vakið skelfingu kvótagreifa, sem arðræna þjóðina í skjóli Sjálfstæðis og Framsóknar. Flytja inn hvern málsvara gjafakvótans á fætur öðrum  til að villa um fyrir fólki. Þjóðin veit samt, að Færeyingar gátu. Og veit, að við líka getum fengið auðlindarentu. Á uppboði neyðast greifar til þess að gefa sjálfir upp verðmæti veiðiheimilda.