Heilbrigðisráðherra hyggst losa Landsspítalann við fólk, sem bara þarf hjúkrun, með því að gefa því forgang inn á slíkar stofnanir. Það er mikil Framsókn í þessari lausn, af því að hún fjölgar hjúkrunarplássum ekki neitt. Aðrir verða að víkja á biðlista fyrir þeim, sem koma af spítalanum. Alvöruráðherrar mundu búa til fleiri pláss, en okkar ráðherrar sortera þau bara og færa vandann milli biðlista. Í sirkusnum heitir það sjónhverfing.