Fæðukeðja fíkniefna

Punktar

Fæðukeðju fíkniefna vantar í lífssýn okkar. Lögreglan handtekur handrukkara, sem skrifað er um í blöð, og sleppir þeim, þegar þeir hafa játað. Fjölmiðlarnir halda áfram að skrifa um handrukkarana. Akureyringar halda fund og mótmæla handrukkurum. Hörmuð er aukin notkun fíkniefna á Akureyri. Enginn þessara aðila eyðir púðri á mennina, sem standa einu stigi ofar í fæðukeðjunni. Hverjir eru mennirnir fimmtán, sem selja dóp á Akureyri og hver er heildsalinn, sem trónir hæst í fæðukeðjunni á Akureyri? Af hverju hafa menn bara áhuga á neðsta þrepinu í fæðukeðju fíkniefnasölunnar?