Eymd samtakanna

Fjölmiðlun

Sem dæmi um eymd Sameinuðu þjóðanna má hafa, að blaðamenn frá Taívan mega ekki sækja þing Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar í Genf, af því að Taívan er að kröfu Kína ekki aðildarríki. Fjölþjóðastofnun gerir ríkisfang að úrslitaatriði um, hvort blaðamenn megi starfa eða ekki. Þetta er brot á 19. grein Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem tekur sérstaklega fram, að landamæri skuli ekki hafa áhrif. Með tilliti til dreifingar fuglaflensu um heiminn er undarlegt, að Sameinuðu þjóðirnar skuli meina borgurum eins ríkis aðgang að fjölþjóðlegum heilbrigðisfréttum.