Eyjan.is telur vitlaust

Punktar

Eyjan.is segir tugþúsundir Íraka hafa látið lífið í stríði Bandaríkjanna gegn Írak. Nokkuð vægt til orða tekið. Tölur um mannfall óbreyttra borgara sveiflast frá 300.000 upp í 1.000.000. Lægstu tölur eru frá hagsmunaaðilum. Sú hæsta er uppfærð frá læknatímaritinu Lancet, var 600.000 fyrir tveimur árum. Réttar tölur eru sennilega nær efri kantinum en neðri kantinum. Um ýmsar rannsóknir á manndauða í Írak má sjá á Wikipedia. Þær eru misvísandi, en ekki hefur neinum dottið í hug, að mannfallið nemi aðeins tugþúsundum. Ekki einu sinni Dick Cheney eða Condoleezza Rice. Aðeins Eyjunni.