Eyðum stigum Wilsons.

Greinar

Síðustu lotuna í þorskastríðinu hefur Wilson unnió á stigum. Hann hefur breytt sér úr sjóræningja í þolinmóðan vitring í auugm umheimsins. Hann hefur látið herskipin fara út fyrir 200 mílurnar og hann hefur boðið upp á tðluverðan samdrátt í veiðum Breta á Íslandsmiðum.

Þessar sjónhverfingar hafa ekki kostað Wilson neitt, en þær hafa gert íslenzku ríkisstjórninni mjög erfitt fyrir. Hún lék strax af sér með því að lofa Luns, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, að brezku togararnir yrðu lítið áreittir, ef brezku herskipin færu og viðræður hæfust á nýjan leik.

Ríkisstjórnin reyndi að breiða yfir þetta með digurbarkalegum yfirlýsingum um óbreytta landhelgisgæzlu. Síðan varð hún margsaga, þegar staðreyndir komu ekki heim við yfirlýsingar. Þessi vandræðaskapur gróf undan trausti ríkisstjórnarinnar heima fyrir.

Nú eru hcrskipin ekki lengur á miðunum til þess að magna samúð umheimsins með málstað Íslendinga. Samt er ekki unnt að halda uppi virkri gæzlu á miðunum og klippingar eru orðnar sjaldgæfur viðburður. Ný samningalota er framundan og Íslendingar mega víst ekki vera óþæ,gir á meðan.

Ríkisstjórnin mælir nú með skammtímasamningi við Breta, þar sem hann mundi fela í sér viðurkenningu á 200 mílna fiskveiðilögsögunni og lækkun á tollum ríkja Efnahagsbandalagsins á fiskafurðunl okkar. Þetta kann að vera rétt og skynsamlegt, en ekki hafa enn sézt sannfærandi rök fyrir því, að slíkur ávinningur mundi haldast að samningstímabili liðnu.

Trúlega er áhugi forsætisráðherra á skammtímasamningi eitthvað blandaður óskhyggju. Ef slíkur samningur næst ekki á skömmum tíma, neyðist hann til að framkvæma loforðið um stjórnmálaslit við brezku ríkisstjórnina, loforðið, sem aldrei átti að efna.

Slík þróun mundi hefjast með auknum klippingum varðskipanna. Þá mundu herskipin aftur koma inn fyrir. Síðan mundum við slíta stjórnmálasambandi við Breta. Ofan á það yrði svo að bæta yfirlýsingu um, að okkar menn gcti ekki setið fundi með Bretum í ráðum og nefndum Atlantshafsbandalagsins, meðan herskip þeirra vaði um með yfirgangi á Íslandsmiðum.

Okkur fer fyrst að ganga vel í landhelgismálinu, þegar hrezku herskipin eru komin inn fyrir aftur. Við erum eiginlcga allt of vopnlitlir í áróðrinum meðan við höfum ekki herskipin til að gera hróp að. Við mundum ná betri samningum við Breta síðar, ef við hleyptum málinu nú út í nýjar kappsiglingar varðskipa og herskipa á miðunum. Við verðum aðeins að hafa taugar til að þola meiri spennu en í síðustu lotu.

Bezta taflmennskan felst í því að láta skammtíma- og langtímasamninga bíða í bili og hleypa heldur málinu í hart á nýjan leik. Þá mundum við á skömmum tíma eyða þeim stigum, sem Wilson hefur safnað sér með því að kalla herskipin út fyrir og spila út nýju tilboði.

Forsætisráðherra og ríkisstjórn hans leiðist kannski að vera í taugastríði. En svo mikið er efnahagslega í húfi, að við verðum að tefla þessa skák frammi á yztu nöf, ef viðunandi árangur á að nást.

Jónas Kristjánsson

Dagblaðið