Evrópusambandið opnar

Punktar

Nýlega ákvað framkvæmdastjórn Evrópusambandsins að leyfa innflutning á tvenns konar erfðabreyttum maís frá Bandaríkjunum. Þá hafði ráðherranefnd sambandsins mistekizt átta sinnum í atkvæðagreiðslum að komast að sameiginlegri niðurstöðu og fyrirsjáanlegt var, að níunda atkvæðagreiðslan mundi fara á sömu leið. Í raun þýðir þetta, að embættismenn hafa tekið ákvörðun í skjóli þess, að pólitíska valdið gat ekki komizt að niðurstöðu, Samkvæmt reglum sambandsins er þetta leyfilegt. Tilgangur þeirra var einkum sá að veikja málflutning Bandaríkjanna í Alþjóða viðskiptastofnuninni.