Evrópskur Karólínudómur

Punktar

Mannréttindadómstóll Evrópu tók aðra afstöðu til þessara atriða í sínum fræga Karólínudómi. Prentfrelsi hafi gengið of langt í Evrópu og koma þurfi á nýju jafnvægi milli þess og persónuréttar fólks. Auk þess sé Karólína ekki opinber persóna, þótt hún komi stundum fram fyrir hönd Monako. Dómurinn fjallaði um friðarspjöll af völdum ljósmyndara, þegar þeir vinna störf sín. Þegar margir papparassar eru í sama verki, myndast oft öngþveiti. Slíkt umsátursástand skerði rétt fólks til einkalífs. Að svala forvitni fólks sé ekki næg ástæða til að taka myndir af Karólínu prinsessu.