Evrópa vísar veginn

Punktar

Efnahagsveldi heimsins eru orðin þrjú. Stærst er Evrópusambandið, síðan Bandaríkin og loks Kína. Senn verða þau orðin fimm, þegar Indland og Japan bætast við. Bandaríkin eru að verða bara eitt af mörgum. Þau eru svo skökk, að Kína getur kollvarpað þeim með því að selja dollarana sína. Aðeins eitt þessara velda horfir til framtíðar. Evrópusambandið reynir að takast á við umhverfisvandann. Bandaríkin loka augunum fyrir honum og Kína drukknar í eigin skít. Þar er hvorki hægt að anda né drekka vatn. Evrópa verður smám saman fyrirmynd heimsins. Bruxelles verður höfuðborgin, sem vísar veginn.