Evrópa vaknar

Punktar

Efnahagur Evrópu er að vakna til lífsins. Þýzkaland og Frakkland eru komin vel fram úr Bandaríkjunum í hagvexti og Bretland er rétt skriðið fram úr þeim. Útflutningur hefur gengið vel á meginlandi Evrópu, þrátt fyrir sterka evru, þrátt fyrir háar greiðslur til umhverfisverndar og velferðar, þrátt fyrir styttri vinnudaga og styttri vinnuævi. Bjartsýni fólks hefur vaxið í Þýzkalandi. Hagfræðingar vænta góðs af því, enda telur brengluð hagfræði nútímans, að sukk og kaupæði almennings þýði hagvöxt. Hugtök hagvaxtar eru brengluð, en samt má nú sjá aukin umsvif í Evrópu.