Evrópa refsar græðgiskörlum

Punktar

Stórveldi Evrópu hafa setið á fundi til að bjarga fjárhag álfunnar, Hafa ekki náð saman um að bjarga bönkunum, Angela Merkel vill það ekki. Hún vill ekki sliga ríkissjóð. Merkel, Brown, Sarkozy og Berlusconi eru þó sammála um að refsa bankastjórum og hluthöfum, sem leiddu kreppuna yfir Evrópu. Eru sammála um, að vandinn komi frá Bandaríkjunum. Sammála um, að regluverk og eftirlit leysi bankafrelsi af hólmi. Sammála um að standa með evrunni. Að alltaf sé til nóg af evrum til að halda uppi milliríkjaviðskiptum. Það er ódýrara fyrir Evrópu en Ísland, því að evran er traust, en krónan ónýt.