Útblástur eitraðra lofttegunda virðist hafa minnkað í Evrópu árið 2005 samkvæmt nýjum tölum. Mælingar eru að vísu ónákvæmar og segja okkur ekki, hvort þetta sé þróun með framhaldi. Tölur fyrir árið 2006 eru ekki til. Batinn fullnægir ekki samkomulaginu frá Kyoto, átti að vera 8%, en reyndist vera 1,5%. En ljóst er þó, að Evrópa hefur forustu í heiminum um að bæta andrúmsloftið. Löndin hafa lagt misjafnlega mikið af mörkum. Finnland og Þýzkaland mikið, en löndin við Miðjarðarhaf ekkert, minna en Austur-Evrópa. Evrópusambandið mun nú herða aðgerðir til að knýja Evrópu til hraðari bata.