Umheimurinn lítur Evrópu jákvæðum augum, einkum Frakkland, en hefur miklar efasemdir um Bandaríkin. Þetta kemur fram í fjölþjóðlegri skoðanakönnun, sem gerð var fyrir BBC. Aðeins í Bandaríkjunum var fólk andvígt Frakklandi. Í meirihluta landanna töldu menn Bandaríkin hafa skaðleg áhrif á fjölþjóðavettvangi. Næst Bandaríkjunum í óvinsældum kemur Rússland. Yfirleitt líta menn viðskipta- og samskiptavald bjartari augum en hervald. Aðstandendur könnunarinnar segja það mikið áhyggjuefni fyrir Bandaríkin að hafa í auknum mæli einangrazt í heiminum á valdaskeiði George W. Bush.