Evrópa er ekki tímabær

Punktar

Ef krónan flýtur án þess að deyja endanlega, eigum við að halda henni áfram enn um sinn. Við verðum ekkert í útrás næstu árin og þurfum að jafna okkur eftir hrunið. Í bili er ekki réttur tími til að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Við erum of aum til að standa á rétti okkar til fiskveiða. Evrópusambandið vill hins vegar láta hné fylgja kviði. Við skulum tala við það, þegar við treystum okkur til að hafna fiskveiðikröfum þess. Við gerum þá grín að misheppnaðri fiskveiðistefnu þess, sem höfð er að athlægi um heim allan. Í bili verðum við bara að sleikja sár okkar og bíða betri tíma.