Roy Denman segir í International Herald Tribune, að Frakkland og Þýzkaland muni áfram ráða ferðinni í Evrópusambandinu, þrátt fyrir stækkun þess, meðal annars vegna tregðu Bretlands við að taka upp evru. Hann segir, að dálæti ríkisstjórna í Austur-Evrópu á Bandaríkjunum muni víkja fyrir mikilvægi evrunnar og markaða í Evrópusambandinu. Hann segir, að japönsk fyrirtæki séu að skipta úr fjárfestingu í Bretlandi yfir í fjárfestingu á evru-svæðinu. Raunar er evran stöðugt að styrkjast gagnvart dollar og er nú komin tíu sentum framúr honum. Meðan svo fer fram, sjá fleiri sér hag í að skipta peningalegum eignum sínum úr dollurum yfir í evrur.