Et, drekk og ver glaður

Punktar

James Lovelock, þekktur umhverfisfræðingur, spáði 1965, að umhverfi okkar færi að versna um árið 2000. Hann hafði rétt fyrir sér. Er síðan talinn merkastur spámanna á þessu sviði. Hann fann holurnar í ozon-laginu og setti fram Gaia-tilgátuna. Nú stígur hann lengra fram á sviðið og segir ragnarök verða eftir tuttugu ár. Það er 2028. Þá verði stanzlaust fárviðri um alla jörð. Áratug síðar hafi Evrópa breyzt í Sahara. Hann telur misþyrmingu mannsins á umhverfinu vera komin á það stig, að ekki verði aftur snúið. Og ráðlegging hans er: “Et, drekk og ver glaður, því á morgun ertu dauður.”