Lundúnablaðið Times fullyrðir í dag, að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hafi frestað viðræðum við íslenzku ríkisstjórnina. Blaðið segir sjóðinn vilja, að Ísland geri fyrst upp mál sín við brezku ríkisstjórnina. Frétt blaðsins stingur í stúf við fullyrðingar íslenzkra ráðherra. Ef hún er rétt, getur ríkisstjórnin ekki haldið áfram þýðingarlausum viðræðum við sjóðinn. Við getum ekki látið Bretland halda okkur í gíslingu. Geir þarf að lýsa yfir, að viðræðum við sjóðinn og Bretland sé slitið að sinni. Og hann þarf líka að hætta að ljúga að okkur.