Erum að byrja að skilja

Punktar

Fjármálakerfi vesturlanda er að hruni komið eftir þiggja áratuga valdaskeið. Liðinn er tími frelsis bankanna til að framleiða ímyndaða peninga, ótrúlegar upphæðir af ímynduðum peningum. Við þekkjum þetta bezt á Íslandi, þar sem bankarnir hrundu. Stjórnvöld reyna víðast hvar að leggja tjónið á herðar velferðarþega og skattgreiðenda. En þeir segja: Við borgum ekki. Sjáum bara Grikkland. Þar munu útlendir bankar tapa ógrynni af ímynduðum peningum. Við erum að byrja að skilja, að kreppan stafar af taumlausri græðgi bankabófa, sem töldu, að þeir gætu prentað peninga með millifærslum og sjónhverfingum.