… Jólin eru erfiður tími í þessari hringrás óhamingjunnar. Menn dansa kringum guð sinn, sem í flestum tilvikum heitir Mammon. Fólk þarf meira rítalín, meira áfengi, meira hass, meira kókaín, meiri stera, meira botox, meira viagra og meira prozak. Og næst þarf að prófa seroxat við feimni. … Ranghugmyndir um eðlilegt ástand sálar og líkama kalla á vonlausan eltingaleik við síhressu, sem nær svo langt, að í könnunum segjumst við rosalega hamingjusöm. Jafnvel um jól. …