Áætlað er, að lífeyrissjóðirnir hafi tapað 300 milljörðum króna í hruninu. Það er tíu sinnum IceSave. Af því fór helmingurinn í föllnu bankana. Þar voru forustumenn sjóðanna inni á gafli og létu sér líka hið ljúfa líf. Að mestu hafa stjórnendur sjóðanna ekki þurft að sæta neinum hremmingum vegna meðferðar sinnar á sparifé sjóðfélaga. Sárafáir hafa hætt, en flestir eru þetta sömu gráðugu bjánarnir og áður. Verkalýðsfélögin bera þyngsta ábyrgð á siðferðishruni lífeyrissjóðanna. Þau hafa ekki sýnt neina burði til að taka á gæfrunum. Gera þarf almenningi kleift að losa sparifé sitt undan þeim.