Eru bófarnir svigskíðamenn?

Punktar

“Fara á svig við kjarasamninga”, segir forsíðufyrirsögn Fréttablaðsins. Á íslenzku þýðir þetta: “Brjóta samninga”. Gott dæmi um, hvernig menn reyna að toga og teygja tungumálið. Orðalagið “fara á svig við” gefur í skyn, að lög og réttur og samningar séu fyrirstöður, sem hefti framrás. Orðalagið kemur frá bankabófum, sem vilja ekki láta hindra glæpi sína. Í stað þess að vera flokkaðir sem bófar vildu þeir láta flokka sig sem eins konar svigskíðamenn. Greiningardeildir bankanna voru lífleg uppspretta orðhengla af þessu tagi. “Að fara á svig við” er lífseigasta dæmið. Kemst enn á forsíðu dagblaðs.